Hungursneyð
Útlit
Hungursneyð er samfélagskreppa þar sem stór hluti íbúa er vannærður og hungurdauði vex mikið. Fyrr á öldum kom hungursneyð reglulega upp um allan heim og þrátt fyrir tækniþróun síðustu alda hefur hungursneyð oft komið upp síðustu ár, einkum í þriðja heiminum.
Hungursneyð stafar gjarnan af uppskerubresti, þurrkum, kuldum, farsóttum, styrjöldum eða slæmum efnahagsákvörðunum. Talið er að um sjötíu milljónir manna hafi látist vegna hungursneyðar á 20. öld.