Nornahár
Útlit
(Endurbeint frá Hraunlýjur)
Nornahár er örþunnar glernálar sem myndast í eldgosum þegar kvika kemur upp úr gosopi og er í raun náttúruleg glerull. Ástæða þess er mikið gasstreymi sem teygir basíska kvikuna í örþunn hár sem falla til jarðar og velta fyrir vindi eftir yfirborðinu og hnoðast saman í vöndla. Frásögn af nornahári er til frá Skaftáreldum og kallaðist það þá grjótlýja. Nornahár hefur sést á söndunum við gossprungurnar í Holuhrauni.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Töfrandi fyrirbæri við gosstöðvarnar (Vísir 9. sept. 2014)
- Sigurður Þórarinsson: Nornahár (Náttúrufræðingurinn 1. okt. 1984)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Nornahár.