Fara í innihald

Hlíðarvatn (Selvogi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hlíðarvatn í Selvogi)
Hlíðarvatn
Hlíðarvatn í Selvogi séð úr flugvél

Hlíðarvatn í Selvogi er vatn í Ölfusi nálægt Strandakirkju. Vatnið stendur í Selvogi skammt frá sjó. Hlíðarvatn er 332 hektarar að flatarmáli, meðaldýpi þess er um 2,9 metrar og mesta dýpi er fimm metrar Afrennsli úr vatninu er Vogsós. Saltstyrkur í vatninu er fimmfaldur miðað við önnur fersk lindarvötn. Vatnið er frjósamt og vinsælt veiðivatn, mikil bleikjuveiði er í vatninu.

Suðurstrandavegur(vegur 427) liggur meðfram vatninu að sunnan en norðan megin vatnsins liggur Hlíðarendavegur(vegur 380). Hlíðavatn og jarðirnar fjórar sem umlykja vatnið eru í eigu Strandakirkju. Það eru jarðirnar Hlíð og Stakkahlíð og Vogsósar I og II. Í Vogsósum bjó séra Eiríkur Magnússon (Eiríkur í Vogsósum) sem talinn var göldróttur.