Hjálp:Minniháttar breyting
Útlit
Minniháttar breyting er lítil breyting á síðu frá því hvernig hún var áður. Það sem telst til minniháttar breytinga er leiðrétting á stafsetningu eða málfari sem breyta ekki merkingu textans, viðbætur á tenglum og fleira smávægilegt. Þægilegt getur verið að merkja breytingu sérstaklega sem minniháttar breytingu. Til að merkja breytingu sem minniháttar skaltu haka við kassann „Minniháttar breyting“ áður en þú vistar efnið. Aðeins skráðir notendur geta nýtt sér þennan eiginleika.