Heimsmeistaramót
Útlit
Heimsmeistaramót er yfirleitt aðalkeppnin í tiltekinni íþrótt þannig að sigurvegari á heimsmeistaramóti telst formlega vera besta þjóðin, liðið eða einstaklingurinn í íþróttinni í heimi. Sumar íþróttir eru með heimsbikarmót eða ekkert „heimsmót“ af neinu tagi en heimsmeistarar mæta þess í stað áskorendum um titilinn sem ávinna sér rétt til áskorunar með því að safna stigum í ákveðnum keppnum. Þetta á t.d. bæði við um atvinnuhnefaleika og skák.