Fara í innihald

Gjaldþrot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gjaldþrot er þegar einstaklingur eða fyrirtæki lýsir sig vanhæfan til að greiða skuldir sínar með lögbundnum hætti. Lánadrottnar geta krafist gjaldþrotaskipta til að reyna að fá upp í hluta skulda þegar ljóst þykir að skuldari muni ekki standa við skuldbindingar sínar. Í meirihluta tilvika er það þó skuldarinn sem óskar eftir gjaldþrotaskiptum.

Í þeim tilvikum sem ríki verða gjaldþrota í heild sinni er oft talað um þjóðargjaldþrot [1], þótt það hugtakið standist ekki þar sem þjóð getur ekki orðið gjaldþrota en ríki getur það aftur á móti [2].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þjóðargjaldþrot ef Ísland er neytt til samninga um Icesave“.
  2. „Hvað er átt við með þjóðargjaldþroti?“. visindavefur.is. Sótt 4. nóvember 2014.
  Þessi viðskiptafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.