Fara í innihald

Gildisrafeind

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gildisrafeindir)
Fjögur samgildistengi. Kolefni hefur fjórar gildisrafeindir og hér gildið fjóra. Hver vetnirfrumeind er með eina gildisrafeind og er því eingild.

Gildisrafeindir eru rafeindir sem eru á ysta rafeindahveli frumeindar, og sem geta því tekið þátt í að mynda efnatengi ef ysta hvelið er ekki lokað. Í samgildistengi deila báðar frumeindirnar einni gildisrafeind.

Gildisrafeindir ákvarða hluta af efnaeiginleikum frumefnis, eins og hvort það getur bundist öðrum efnum, hversu auðveldlega og hve mörgum. Hvarfgirni tiltekins frumefnis veltur því að stórum hluta á rafeindaskipan þess. Gildisrafeindir frumefna í meginflokki getur aðeins verið á ysta rafeindahveli, en gildisrafeindir hliðarmálma geta líka verið á innra hveli.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.