Graphics Interchange Format
Útlit
(Endurbeint frá GIF)
GIF (Graphics Interchange Format) er bitmap-myndasnið sem CompuServe kynnti árið 1987 og er mikið notað á internetinu.
Sniðið notar litaspjald með allt að 256 mismunandi litum. Það styður einnig hreyfingu og leyfir sérstakt litaspjald með 256 litum fyrir hvern ramma. Litatakmörkunin gerir GIF sniðið óhentugt fyrir ljósmyndir og aðrar myndir með mörgum litum - en hentugt fyrir einfaldar myndir með litum sem blandast ekki.
GIF myndir eru þjappaðar með LZW-algóritma til að minnka skráarstærðina án þess að tapa gæðum myndarinnar.