Fara í innihald

Fáni Kamerún

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
núverandi fáni Kamerún
1957-1961
1961-1975

Fáni Kamerún var tekinn í notkun og er óbreyttur frá 20. maí 1975. Fáninn þar á undan var með sömu litum en hafði 2 stjörnur.

Fáninn notar pan-afrísku litina og hin almenna teikning með þremur lóðréttum borðum tekur mið af franska fánanum. Hæð á móti breidd er 2:3.

Borðinn í miðjunni sem og liturinn (sá rauði) táknar einingu, og stjarnan kallast einingar-stjarnan. Guli liturinn táknar sólina og savanna-svæðin í norðurhlutanum, en græni liturinn táknar skógana í syðri hlutum landsins.