Fara í innihald

Fráleiðsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fráleiðsla er tegund röksemdafærslu þar sem skýring er leidd út frá reglu og dæmi á þennan hátt:

Allar baunir í þessum poka eru hvítar
Þessar baunir eru hvítar
Þessar baunir koma úr þessum poka

Fráleiðsla er stundum skilgreind sem sérstök útgáfa af tilleiðslu. Líkt og í tilleiðslu leiðir niðurstöðurnar ekki sjálfkrafa af forsendunum heldur er reynt að finna líklegustu tilgátuna til að skýra eitthvað tilvik. Bandaríski heimspekingurinn Charles Sanders Peirce leit á fráleiðslu sem einu aðferðina til að skapa nýja þekkingu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.