Frjáls og opinn hugbúnaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frjáls og opinn hugbúnaður (Free and open-source software) er hugbúnaður sem hægt er skilgreina bæði sem frjáls hugbúnaður og opinn hugbúnaður. Þ.e. að öllum er frjálst að nota hann, afrita, rannsaka, breyta hugbúnaðnum eins og þeir vilja og kóðinn er opinn öllum. Þannig er fólk hvatt til að breyta og laga hönnunina á hugbúnaðinum.[1] Höfundréttur eða þegar höfundur hefur einkaleyfi á hugbúnaði þá er það andstæðan við frjálsan og opinn hugbúnað. Þá er hugbúnaðurinn eign höfundar og kóðinn fyrir hugbúnaðinn er venjulega falinn fyrir notendum hans.

Frjáls og opinn hugbúnaður (Free and open-source software eða Foss).

Kostinir við að nota frjálsan og opinn hugbúnað er að hugbúnaður lækkar í verði, eykur öryggi notenda, stöðugleiki hugbúnaðar eykst og það gefur notendum meiri stjórn á eigin vélbúnaði. Frjáls og opinn hugbúnaður er notaður í þekkt stýrikerfi eins og Linux og afleiddur hugbúnaður frá BSD er notaður víðs vegar í dag og eflir milljónir af netþjónum, stjórnborðum, snjallsímum (t.d. Android) og önnur tæki.[2][3] Frjáls og opinn hugbúnaður er notaður í mörgum hugbúnaðarpökkum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Free Software Foundation."What is free software?". Sótt 4. febrúar. 2017
  2. Hatlestad, Luc (August 9, 2005). "LinuxWorld Showcases Open-Source Growth, Expansion"InformationWeek. CMP Media, LLC. Sótt 4. febrúar. 2017.
  3. Claburn, Thomas (January 17, 2007). "Study Finds Open Source Benefits Business. Sótt 4. febrúar 2017.