Löss
Útlit
(Endurbeint frá Fokset)
Löss eða fokset eru vindborin setlög. Oftast hafa þau myndast við lok ísaldar við hörfun jökla. Vindar feyktu bergmylsnu sem jöklarnir brutu. Orðið löss er komið úr þýsku og merkir laus, fínn sandur. En löss er í formi silts. Meðal algengustu steinda löss eru kvars ,feldspat og glimmer.
Um 10% yfirborðs lands jarðar er úr löss. Þau geta orðið hundruð metra þykk. Löss-jarðvegur er yfirleitt frjósamur.