Fjölmiðlafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fjölmiðlafræði er þverfagleg vísindagrein sem fæst við rannsóknir á fjölmiðlum. Fjölmiðlafræðingar beita til dæmis aðferðum samskiptafræði, menningarfræði, félagsfræði, kynjafræði og upplýsingafræði þegar þeir fást við rannsóknir. Sem kennslugrein í háskólum þróaðist fjölmiðlafræði innan félagsvísinda í Bandaríkjunum en hugvísinda í Bretlandi. Blaðamannaskólar eiga sér mun lengri sögu og fjölmiðlafræði er eitt af því sem þar er kennt.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.