Fara í innihald

MMORPG

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fjölnotendanetspunaleikur)
Bardagi við geimskip í fjölnotendanetspunaleiknum Eve Online.


MMORPG (Massively multiplayer online role-playing game) eða fjölnotendanetspunaleikur er tegund af tölvuleik sem er samsetning úr spunaspilum á tölvum og fjölnetleikjum og eru stundum spilaðir í vöfrum þar sem mikill fjöldi spilara getur átt samskipti í sýndarheimi.

Eins og í öllum spunaleikjum eru spilarar í einhverju gervi (oft í söguheimi vísindaskáldskapar og ímyndunar)og stýra því sem persónan sem þeir leika gerir. MMORGP eru ólík spunanetleikjum þar sem aðeins einn leikmaður eða lítill hópur tekur þátt hvað varðar bæði fjölda spilara og hve sterkur leikheimur er en vanalega er hann vistaður hjá útgefanda leiksins, leikheimurinn heldur áfram að vera til og þróast þó að einstakir leikendur séu ekki tengdir og taki ekki þátt í leiknum.

MMORPG leikir eru spilaðir um allan heim og sumir leikir njóta mikilla vinsælda. World of Warcraft er vinsæll MMORPG og hafði yfir 7 milljón notendur í júlí 2013. Leikurinn Star Wars: The Old Republic sem útkom árið 2011 hafði yfir 1 milljón notenda þrem dögum eftir útgáfudag. Íslenski tölvuleikurinn Eve Online er fjöldaspunaleikur (MMORPG).

Wikipedia
Wikipedia