Fernisolía
Útlit
(Endurbeint frá Fernis)
Fernisolía (fernis eða gljákvoða) er vökvi úr viðarolíum sem er notaður til hlífðar og fegurðar málverka. Fernisolían er kennd við borgina Berenike í Egyptalandi en þaðan fluttu Grikkir á sínum tíma fernisolíu, og nefndu verenike. Í latínu var hún nefnd veronix eftir gríska orðinu.