Fara í innihald

Greinar bandalagsmanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Federalist skjölin)
Forsíðan af fyrstu prentunininni af Federalist Papers (1788)

Greinar bandalagsmanna[1] (enska: The Federalist Papers) eru safn 85 ritgerða, af þessum greinum voru 77 þeirra birtar í dagblaðinu The New York Packet á árunum 1787 til 1788. Árið 1788 voru allar greinarnar gefnar út í tveimur bindum sem gengu undir nafninu Federalist og undirtitlinum nýja stjórnarskráin. Markmið greinanna var að sannfæra íbúa um að kjósa yfir sig stjórnarskrá sem hafði verið rituð árinu áður í Philadelphiu en töldu þeir mikilvægt fyrir landið að styrkja ríkisvaldið sem var veikt fyrir enda var ekki löngu áður búið að fá sjálfstæði viðurkennt. Sambandsþingið (e. Confederation Congress) var starfrækt fram til ársins 1789 en liður í því að fá nýja stjórnarskrá samþykkta var til að byggja enn sterkara sambandsríki[2].

Greinarnar voru í upphafi ritaðar undir dulnefninu Publius og var því ekki vitað hverjir höfundarnir væru, þó höfðu vissir aðilar grun um hverjir þeir væru. Eftir andlát Alexanders Hamilton fundust skjöl þar sem hann gekkst við því að vera rithöfundur margra greina. Það var fræðimaðurinn Douglass Adair sem rannsakaði hverir væru höfundar hverrar greinar væri en árið 1944 birti hann útlistun á því hver ætti hvaða grein. Höfundarnir voru þeir Alexander Hamilton sem ritaði 51 greinar, James Madison en hann ritaði 29 greinar þá ritaði John Jay fimm greinar. Unnu þeir Madison og Hamilton að nokkrum greinum í sameiningu.

Tilgangur ritgerðanna

[breyta | breyta frumkóða]

Markmið ritgerðanna var að fá íbúa New York og aðra íbúa landsins til að kjósa yfir sig nýja stjórnarskrá og fá hana fullgilda[3]. Ritgerðirnar eru heimspekilegar vangaveltur um hvernig sé best að túlka stjórnarskránna og hvernig stjórnkerfi landsins sé best borgið og eru skjölin enn í dag notuð sem heimild um hvernig beri að túlka stjórnarskránna. Ritgerðirnar hafa margsinnis verið notaðar sem gögn í dómsmálum fyrir hæstarétti í Bandaríkjunum þar sem er deilt um merkingu stjórnarskráarinnar.

Deilur um ritgerðirnar

[breyta | breyta frumkóða]

Ritgerðirnar vöktu mikla athygli og voru að mörgu leyti einstakar í pólitísku samhengi þar sem ritgerðirnar virtust vera eftir einn rithöfund en voru í raun eftir þrjá rithöfunda sem höfðu mjög ólíkar skoðanir en Madison og Hamilton urðu fljótlega eftir að stjórnarskráin var samþykkt pólitískir andstæðingar. Þar sem um var að ræða þrjá höfunda birtust stjórnmálakenningar ekki á eins skipulagðan hátt eins og ef um einn rithöfund væri að ræða og kom það meðal annars fram sem mótsögn þar sem í vissum tilfellum voru tillögur varðar sem áður hafði verið andmælt.[4]

Valdar greinar í íslenskri þýðingu Halldórs Guðjónssonar
  • „Númer eitt: Hamilton“. Morgunblaðið. 15. október 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer tvö: Jay“. Morgunblaðið. 22. október 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer sex: Hamilton“. Morgunblaðið. 5. nóvember 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer 10: Madison“. Morgunblaðið. 19. nóvember 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer 14: Madison“. Morgunblaðið. 3. desember 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer 15: Hamilton“. Morgunblaðið. 10. desember 1978. Sótt 15. janúar 2019.
  • „Númer 16: Hamilton“. Morgunblaðið. 17. desember 1978. Sótt 15. janúar 2019.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Halldór Guðjónsson (8. október 1978). „Greinar bandalagsmanna“. Morgunblaðið. Sótt 25. september 2018.
  2. A History of Modern Political Thought Bls 197 e. Iain Hampsher-Monk
  3. A History of Modern Political Thought Bls 198 e. Iain Hampsher-Monk
  4. A History of Modern Political Thought Bls 199 e. Iain Hampsher-Monk