Fara í innihald

Fáni Kúbu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fáni Kúbu, hlutföll; 1:2
sjóhersfáni Kúbu

Fáni Kúbu er gerður upp af þrem bláum borðum á hvítum grunni og rauðum þríhyrningi með hvítri stjörnu. Hlutföll eru 1:2.

Bláu borðarnir tákna þau 3 upprunalegu héruð landsins en hvítu borðarnir tákna hreinleika byltingarinnar.

Rauði þríhyrningurinn stendur fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralag en rauði liturinn táknar þá blóðugu baráttu sem á sér stað fyrir sjálfstæði og fullveldi landsins. Hvíta stjarna táknar frelsi og fullveldi landsins.

Fáninn var formlega tekinn í gildi 20. maí 1902, en má rekja til ársins 1849. Fáninn var búinn til á fundi Kúbumanna í New York í júní 1849, sem tákn fyrir sjálfstæðisbaráttuna gegn nýlenduveldi Spánar.

Narcisio Lòpez er eignað að hafa teiknað fánann ásamt Miguel Teurbe Tolón. Eiginkona Tolón saumaði fyrsta fánann. Fáninn hefur verið óbreyttur síðan

  • Album des pavillons nationaux et des marques distinctives. National flags and distinctive markings, Service hydrographique et océanographique de la marine, Brest, 2000
  • Whitney Smith: Den store flagbog. Alverdens flag gennem tiderne, København, 1977

Historia de la Bandera de Cuba

[breyta | breyta frumkóða]
  1. https://thumbs.worthpoint.com/zoom/images1/1/0216/05/cuban-flag-vintage-1940-pre_1_af5fe2b808af826e82e1e3de3c40ba4a.jpg Geymt 19 desember 2021 í Wayback Machine Snið:Bare URL image