Eysteinn Erlendsson
Útlit
Eysteinn Erlendsson (um 1120 – 26. janúar 1188) var erkibiskup í Niðarósi frá 1160. Hann var í Noregi tekinn í helgra manna tölu. Afi hans í föðurætt var Íslendingur. Eysteinn sendi bréf til Íslands um kirkjumál, sem eru prentuð í Íslenzku fornbréfasafni, og vígði tvo íslenska biskupa, Brand Sæmundsson og Þorlák Þórhallsson.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Diplomatarium Islandicum I, Kaupmannahöfn 1857-1876. Skoðað 5. september 2010 (pdf 64 MB).
- Per Einar Odden á vefnum Den Katolske Kirke i Norge: Den hellige Eystein Erlendson. Skoðað 27. ágúst 2010.
- Sigurður Ragnarsson á vefnum Helgisetur: Eysteinn Erlendsson. Skoðað 27. ágúst 2010.
- Antonio Borrelli á vefnum Santi, beati e testimoni: Sant' Agostino Erlandsson. Skoðað 27. ágúst 2010.
- Vefur Ágústínusarkanoka um helga menn Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine. Skoðað 27. ágúst 2010.