Bréf um siðfræði til Luciliusar
Útlit
(Endurbeint frá Epistulae morales)
Bréf um siðfræði til Luciliusar (latína: Epistulae morales ad Lucilium) er safn 124 bréfa eftir rómverska heimspekinginn Lucius Annaeus Senecu. Bréfin samdi Seneca undir lok ævinnar. Vitað er að einhver bréf eru glötuð.
Bréfin hefjast öll á orðunum Seneca suo Lucilio salutem (Seneca heilsar Luciliusi sínum) og enda á orðinu Vale (Kveðja).
Í bréfunum veitir Seneca Luciliusi ýmsar ráðleggingar um hvernig hann skuli lifa lífinu og verða betri stóumaður. Óvíst er hvort Lucilius var raunveruleg persóna eða uppfinning Senecu. Auk þess að vera heimild um stóíska heimspeki eru bréfin ómetanleg heimild um daglegt líf í Rómaveldi á 1. öld.
Tilvitnun
[breyta | breyta frumkóða]- Vita sine litteris mors (Líf án lærdóms er dauði).