Dýragarður
Útlit
Dýragarður er svæði þar sem dýr í haldi eru til sýnis. Dýragarðar eru vinsæl afþreying og þeir stærri eru mikilvægir ferðamannastaðir. Að auki leggja margir dýragarðar stund á verkefni sem snúast um að fjölga sjaldgæfum dýrategundum, rannsóknir á varðveislu dýrategunda og fræðslu almennings. Dýragarðar eru oft umdeildir vegna þess aðbúnaðar sem dýrin lifa við, en það þrönga rými sem dýragarðar geta notað til að skapa villtum dýrum aðbúnað við hæfi er talið ófullnægjandi til að sumum dýrum líði vel. Eins eru ýmis siðferðileg álitamál sem snúast um nauðsyn eða tilgang þess að hafa dýr til sýnis yfirleitt.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Category:Zoos.