Dúett
Útlit
Dúett (enska: duet, ítalska: duo) er tónverk sem flutt er af eða ætlað er tveimur tónlistarmönnum. Dúett er algengastur í söng og píanóleik. Fyrir önnur hljóðfæri er algengara að nota orðið duo.
Dúett er þegar tveir tónlistarmenn flytja tónverk saman, hvort sem þeir spila á sama hljóðfæri eða ekki. Dúett er einnig tónverk sem samið er fyrir tvo flytjendur. Orðið má líka nota um annað sem krefst tveggja þátttakenda.