Dvergsnípa
Útlit
Dvergsnípa | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lymnocryptes minimus (Brunnich, 1764) |
Dvergsnípa (fræðiheiti: Lymnocryptes minimus) er smávaxinn og kubbslegur vaðfugl. Fuglinn er 18-25 sm hár og vegur 33-73 g og vænghafið er 30-31 sm. Dvergsnípa er farfugl og heldur sig utan varptímans á Bretlandseyjum, og Atlantshafs- og Miðjarðarhafsströnd Evrópu, Afríku og Indlands. Fuglinn verpir í Norður-Evrópu og Norður-Rússlandi í mýrum, túndru og votlendi með lágvöxnum gróðri.
Dvergsnípa lætur lítið á sér bera utan varptíma og er erfitt að koma auga á fuglinn því hann fellur vel inn í umhverfið.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Avibase[óvirkur tengill]
- Ageing and sexing (PDF; 0.57 MB) by Javier Blasco-Zumeta & Gerd-Michael Heinze Geymt 12 nóvember 2013 í Wayback Machine
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist dvergsnípu.
Wikilífverur eru með efni sem tengist dvergsnípu.