Fara í innihald

Dvergsnípa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dvergsnípa

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Lymnocryptes
F. Boie, 1826
Tegund:
L. minimus

Tvínefni
Lymnocryptes minimus
(Brunnich, 1764)

Dvergsnípa (fræðiheiti: Lymnocryptes minimus) er smávaxinn og kubbslegur vaðfugl. Fuglinn er 18-25 sm hár og vegur 33-73 g og vænghafið er 30-31 sm. Dvergsnípa er farfugl og heldur sig utan varptímans á Bretlandseyjum, og Atlantshafs- og Miðjarðarhafsströnd Evrópu, Afríku og Indlands. Fuglinn verpir í Norður-Evrópu og Norður-Rússlandi í mýrum, túndru og votlendi með lágvöxnum gróðri.

Lymnocryptes minimus

Dvergsnípa lætur lítið á sér bera utan varptíma og er erfitt að koma auga á fuglinn því hann fellur vel inn í umhverfið.