Commentarii de Bello Civili

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá De Bello Civili)
Jump to navigation Jump to search

Commentarii de Bello Civili, stundum nefnt De Bello Civili, Bellum Civile og á íslensku Borgarastríðið er rit sem Júlíus Caesar samdi um átök sín og Gnaiusar Pompeiusar og öldungaráðs Rómar. Ritið er í þremur bókum og er styttra en fyrra rit Caesars um Gallastríðin. Það fjallar um atburði áránna 49-48 f.Kr., eða skömmu áður en Caesar hélt yfir Rúbíkon fljót með hersveitir sínar og þar til Pompeius flúði til Egyptalands eftir að hann var sigraður í orrustunni við Farsalos og Caesar veitti honum eftirför. Ritinu lýkur þegar Pompeius hefur verið ráðinn af dögum og Caesar reynir að stilla til friðar í erjum stjórnhafa í Egyptalandi.

Fræðimenn eru sammála um að ritið sé ósvikið. Framhald þess í De Bello Alexandrino, De Bello Africo og De Bello Hispaniensis eru aftur á móti ekki talin vera eftir Caesar. Sagnaritarinn Suetonius stakk upp á Aulusi Hirtiusi og Gaiusi Oppiusi sem mögulegum höfundum þeirra.[1]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Suetonius, Ævi Júlíusar Caesars 56