Fara í innihald

Variety

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Daily Variety)
Fyrsta útgáfan (desember 1905)

Variety er bandarískt fjölmiðlafyrirtæki í eigu Penske Media Corporation. Það var stofnað af Sime Silverman í New York-borg árið 1905 sem vikulegt fréttablað um leiklist og fjölleikasýningar. Árið 1933 var bætt við útgáfunni Daily Variety, staðsett í Los Angeles, til að fjalla um kvikmyndaiðnaðinn. Á síðunni Variety.com má finna fréttir, umsagnir, afþreyingarefni, heildartekjur kvikmynda, myndir og myndbönd, og skráargeymslu af tengdu efni sem nær aftur til ársins 1905.

teikning af dagblaði  Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.