Variety
Útlit
(Endurbeint frá Daily Variety)
Variety er bandarískt fjölmiðlafyrirtæki í eigu Penske Media Corporation. Það var stofnað af Sime Silverman í New York-borg árið 1905 sem vikulegt fréttablað um leiklist og fjölleikasýningar. Árið 1933 var bætt við útgáfunni Daily Variety, staðsett í Los Angeles, til að fjalla um kvikmyndaiðnaðinn. Á síðunni Variety.com má finna fréttir, umsagnir, afþreyingarefni, heildartekjur kvikmynda, myndir og myndbönd, og skráargeymslu af tengdu efni sem nær aftur til ársins 1905.