Amerískur krókódíll
Amerískur krókódíll | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Ameríski krókódíllinn (Crocodylus acutus) er tegund af crocodilia ættbálknum. Þennan krókódíl má finna í Ameríku. Allt frá neðsta hluta Bandaríkjanna yfir í alla Suður-Ameríku. Einnig má finna hann í karabíska hafinu.
Í Bandaríkjunum er nánast einungis hægt að finna Ameríska Krókódílinn í syðri enda Florida fylkisins en það hafa fundist tveir í kringum Tampa Bay svæðið. Í dag eru um það bil 2000 Amerískir Krókódílar í Bandaríkjunum sem er mikið miðað við að þeir voru einungis í kringum nokkur hundruð á áttunda áratugnum.
Hægt er að finna Ameríska krókódílinn helst á strandsvæðum. Einnig er hægt að finna þá í ám, mýri, fljótum og lónum en þeir kunna best við sig í saltvatni. Ástæða þess að þeir kunna vel við sig í saltvatni er vegna þess að þeir eru með saltkirtla undir tungunni sinni. Það eru margar aðrar tegundir krókódíla með saltkirtla undir tungunni en Ameríski krókódíllinn ásamt saltvatnskrókódílnum eru einu sem lifa í saltvatni. Þó að Ameríski krókódíllinn kann best við sig í saltvatni hafa sumir verið fundnir í ferskvatni og þá sérstaklega í Florida.
Ameríski krókódíllinn treystir mikið á sólina og hlýjar uppsprettur til þess að halda sér hita. Þeir stjórna líkamshita sínum annaðhvort með því að liggja í sólinni eða færa sig milli staða þar sem vatnið er heitara. Ef vatnið er of kalt þá geta þeir ekki lifað það af lengi. Ef þeir eru liggjandi í sólbaði og sjá annað dýr koma skyndilega að sér hlaupa þeir í átt að vatninu. Það er mikill misskilningur að þeir séu þá að undirbúa árás. Ef krókódílar eru að undirbúa árás vilja þeir fara hægt í vatnið og synda nánast hreyfingalausir í átt að bráðinni. Krókódíll sem sprettir að vatninu og gefur fá sér hávaða er líklega hræddur.
Einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Líkt og aðrir krókódílar hefur Ameríski krókódíllinn fjórar fætur, langan og sterkan hala. Hann er einnig með raðir af hornum sem liggja niður frá bakinu hans og hala.
Hann er með mjög sterkann kjálka og svo eru nasirnar, augun og eyrun efst á höfðinu hans. Þess vegna getur líkaminn hans verið nánast allur í felum undir vatni á meðan hann undirbýr óvænta árás. Ameríski krókódíllinn getur hlaupið á 16 km hraða og hann syndir á allt að 32 km hraða.
Ameríski krókódíllinn hefur oft verið ruglaður við Morelet krókódíllinn. Þeir eru líkir en Morelet krókódíllinn er bæði minni og svo er hann innfæddur í Mexíkó.
Stærð og lifnaðarhættir
[breyta | breyta frumkóða]Meðalstærðin hjá fullorðnum karlkyns Amerískum krókódíl er frá 2,9 m upp í 4,0 m á lengd og þeir geta orðið um það bil 380 kg. Kvenkyns krókódíllinn er yfirleitt 2,5 m til 3,0 m og getur orðið 170 kg.
Amerískir krókódílar þola minni kulda en meðal krókódíllinn. Á meðan aðrar tegundir geta lifað af í 7 °C heitu vatni mun Ameríski krókódíllinn einungis verða hjálparlaus og drukkna ef hann lifir lengi í þannig umhverfi. Ameríski þolir hins vegar saltvatn betur en hinir.
Ameríski krókódíllinn er fyrsta flokks rándýr og það má segja að hvert einasta dýr sem mætir þeim í vatni er bráð. Áður fyrr var fiskur helsta fæða þeirra vegna þess hversu þröngur munnurinn þeirra var. Í dag hafa nýjar rannsóknir greint frá því að munnurinn þeirra er mun víðari en hann var sem gerir þeim kleift að innheimta stærri bráð. Í dag er bráðin þeirra allt frá litlum skordýrum yfir í nautgripi.
Það skiptir ekki miklu máli hvenær Ameríski krókódíllinn veiðir og borðar en talið er að hann kýs að gera það rétt eftir sólsetur. Sérstaklega þegar tunglið er varla uppi.
Æxlun
[breyta | breyta frumkóða]Amerískir krókódílar fjölga sér yfirleitt seint á haustin eða snemma um veturinn. Seint um veturinn eða snemma á vorin búa þeir svo til hreiður fyrir eggin sín. Staðsetning hreiðursins skiptir miklu máli upp á lofstlag og umhverfi að gera. Kvenkyns krókódílarnir mynda þá hreiður úr mold, sand og dauðum gróðri.
Um það bil mánuði eftir að hreiðrið er skapað leggur hún 30 til 70 egg niður og hylur þau með alls kyns gróðri eða skilur þau eftir afhjúpuð. Eggin eru yfirleitt 8 cm á lengd og 5 cm á breidd. Eggin klekjast svo út í kringum 80 daga eftir að þau eru lögð niður.
Skemmtilegar staðreyndir
[breyta | breyta frumkóða]- Meðallífskeið þeirra er 45 ár.
- Þeir gleypa oft steina til þess að hjálpa meltingunni sinni.
- Hámarks lengd þeirra er 6 metrar
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Florida Fish and Wildlife Conservation Commission. (E.d). American Crocodiles. Sótt af: http://myfwc.com/wildlifehabitats/managed/american-crocodile/ Geymt 11 desember 2018 í Wayback Machine
- Frank J. Mazzotti. (E.d). American Crocodiles (Crocodylus acutus) in Florida. Sótt af: http://edis.ifas.ufl.edu/uw157
- Sea Worlds Parks and Entertainment. (E.d). American Crocodile. Sótt af https://seaworld.org/en/animal-info/animal-bytes/reptiles/american-crocodile Geymt 28 september 2017 í Wayback Machine
- Wikipedia. (E.d). American crocodile. Sótt af: en:American crocodile
- Wikipedia. (E.d). Crocodile. Sótt af: en:Crocodile