Fara í innihald

Tacítus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Cornelius Tacitus)
Cornelius Tacitus

Publius eða Gaius Cornelius Tacitus (56 eða 57 – um 117) var rómverskur sagnfræðingur og einn mikilvægasti sagnaritari fornaldar. Tvö megin verk hans voru Annálarnir (Annales) og Saga Rómar (Historiae). Þeir hlutar verkanna sem varðveittir eru fjalla um valdatíma keisaranna Tíberíusar, Claudíusar, Nerós og þeirra sem voru við völd ár hinna fjögurra keisara. Líklega náðu ritin samanlagt yfir tímabilið frá dauða Ágústusar, fyrsta keisara Rómaveldis, árið 14, til dauða Domitianusar árið 96.

Önnur varðveitt verk Tacitusar fjalla um ræðumennsku (Samræða um ræðumenn, Dialogus de oratoribus), um Germani (í ritinu Germanía eða De origine et situ Germanorum (Um uppruna og ættlönd Germana)) og ævi tengdaföður hans Agricola (De vita et moribus Iulii Agricolae (Um ævi og siði Júlíusar Agricola), oftast nefnd Agricola). Tvö síðasttöldu verkin hafa komið út á íslensku (sjá Lærdómsrit Bókmenntafélagsins):

  • Páll Sveinsson (þýð.): Germanía, Þjóðvinafélagið, Reykjavík 1928. Önnur útgáfa, Reykjavík 2001. Guðmundur J. Guðmundsson ritaði inngang.
  • Jónas Knútsson (þýð.): Agricola, Reykjavík 1998. Jónas Knútsson ritaði inngang.

Í meginverkum sínum fjallar Tacitus um atburði eins árs í senn. Stíll hans er knappur og á stundum óvenjulegur, en Tacítus er talinn einn mesti stílsnillingur á latneska tungu.

Heimildir og ítarefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mellor, Ronald, Tacitus (London: Routledge, 1993).
  • Syme, Ronald, Tacitus í 2 bindum (Oxford: Oxford University Press, 1958).
  Þetta æviágrip sem tengist fornfræði og sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.