Mið-London
Útlit
(Endurbeint frá Central London)
Mið-London (enska: Central London) eru þau hverfi í London sem eru næst miðborginni. Engin opinber skilgreining er til á svæðinu sem menn nefna Mið-London og varast ber að rugla því saman við innri London. Mið-London nær yfir um það bil 26 km² svæði, og er báðum megin við Thamesána.
Mið-London skiptist í þrjú svæði:
- Lundúnaborg, gamla hjarta borgarinnar
- West End, stórt hverfi í Westminsterborg
- South Bank, svæði sunnan megin við Thames-ána