Bretton Woods-kerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Bretton Woods-samningarnir)

Bretton Woods kerfið var alþjóðlegt hagkerfi sem til varð eftir kreppuna miklu á fjórða áratugnum.  Kerfið varð til eftir að fundað hafði verið í Bretton Woods í New Hampshire Bandaríkjunum árið 1944. Koma átti á fót nýju peningakerfi þar sem hægt væri að ná fram stöðugleika án þess að nýta sér „gullfótinn“ sem var það kerfi sem áður hafði verið nýtt til þess að ná fram jafnvægi í peningamálum þjóða. Það kerfi virkaði þannig að þegar keyptir væru peningar í öðrum gjaldmiðli væri notað verð í ákveðnu magni á gulli, dæmi 1000 krónur eru virði jafn mikils magns af gulli og 100 pund, þannig gátu fjárfestar og aðrir borgað fyrir erlenda hluti.  Kerfið féll þó úr gildi og við tók Bretton Woods kerfið, kerfið markar upphaf Alþjóða gjaldeyrisjóðsins og Alþjóðabankans en bæði tvennt var stofnað á þessum fundi. Gjaldeyrisjóðnum var ætlað að halda utan um reglur og lög tengdum gjaldeyrismálum þjóða en bankanum að fjármagna þróunarverkefni tengdum stofnlöndum kerfisins.

Upphaf kerfisins og grunnmarkmið[breyta | breyta frumkóða]

Kerfinu var alltaf viðhaldið með sömu markmiðum og sett voru fram til að byrja með, að vinna samana að uppbyggingu nýs velferðaríkis í öllum aðildarlöndum. Samvinnu stjórnvalda að félagslegum úrbótum með forystu Bandaríkjanna í vestrænu samstarfi. Áður hafði samfélagið litið á aðildaríkin sem algjörar andstæður sem ekki gátu unnið saman: Nasistana í Þýskalandi, fasista á Ítalíu, jafnaðarmenn í Svíþjóð, hernaðarveldið í Japan, erfiðleika Breta og frjálslyndi Bandaríkjanna. En eftir að samningurinn hafði verið gerður höfðu nú þessi lönd sameiginlegra hagsmuna að gæta. Nú var því svo komið að best var að vinna saman til þess að endurbyggja alþjóðahagkerfi. Voru hornsteinar þess kerfi að viðhalda ríkistjórnum og innlendum stjórnmálum landa en vera í miklu alþjóðlegu samstarfi þegar koma átti að utanríkismálum. Alþjóðleg samkeppni átti að hlúa vel að innlendri framleiðslu, stuðla að frjálsum markaði og félagslegu lýðræði. Milliríkjaviðskipti uxu mikið á þessum tíma og uxu stærri fyrirtækin ört þrátt fyrir að mikið væri lagt upp með það passa einnig vel uppá þau sem minni voru.  Passað var vel upp á vinnuafl og var leitast eftir því að halda bæði launum starfsfólks og hagnaði fyrirtækisins góðum.  

Þróun Japans á tíma Bretton Woods[breyta | breyta frumkóða]

Á Tíma Bretton Woods þróuðust mörg lönd til hins betra en ekkert komst þó nálægt þeirri þróun sem átti sér stað í Japan á þessum tíma. Framleiðsla landsins jókst áttfalt á 25 árum og náðu því á þeim tíma takmarki í þróun efnahags sem ætti að taka um 100 ár almennt. Líklega er hægt að rekja byrjun þess til Kóreu stríðsins en bandaríski herinn sendi þá herlið sitt til Japan þar sem Japanir kynntust þeim þróunarvörum sem Bandaríkjamenn höfðu þá þegar skapað. Japanir lærðu nýjar aðferðir og kynntumst nýjum iðngreinum, þeir aðlöguðust fljótt að þeim tækniframförum sem höfðu átt sér stað annarstaðar í heiminum en hingað til ekki náð til þeirra. Ríkið veitti mikla fjármuni í þróunar og rannsóknarvinnu á erlendri tækni. Þeir lögðu niður skatta á á framleiðendur auk þess að bjóða upp á há lán og styrki til þess að stuðla að nýsköpun innan landsins. Þetta allt gerði það að verkum að fljótlega urðu þeir mjög sterkir á sviði utanríkisviðskipta og höfðu loksins lokað á áratuga kreppu í landinu.

Heimildir og ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Frieden, Jeffry A. Global capitalism : its fall and rise in the twentieth century / London : W.W. Norton, 2007, c2006.
  • Cassis, Youssef Capitals of capital : the rise and fall of international financial centres, 1780-2009 / Cambridge : Cambridge University Press, 2010.