Fara í innihald

Bótúlíneitur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Botox)

Bótúlíneitur eða botox er eitt eitraðasta líffræðilega efni veraldar [1]. Það aftrar losun acetýlkólíns sem er aðaltaugaboðefni við mót tauga og vöðva [1]. Þetta leiðir til lömunar sem getur valdið öndunarörðugleikum og jafnvel dauða. Það er framleitt af bakteríunum Clostridium botulinum og stundum Clostridium butyricum og Clostridium baratii [2]. Þessar bakteríur geta myndað eitrið í fæðu, þörmum ungabarna og sárum [2].

Til eru 8 gerðir eitursins, A-H [3] en 4 þeirra (A,B,E og sjaldan F) geta valdið eitrun hjá mönnum [4].

Læknisfræðileg not

[breyta | breyta frumkóða]

Mannfólkið nýtir sér eitrið til að lama vöðva í a.m.k. eftirfarandi læknisfræðilegum tilgangi [5]:

  • Lýtahúðlæknisfræðilegum. Hér eru notin aðallega gegn hrukkum og húðfellingum [5]
  • Stórum kjálkavöðvum sem geta valdið gnísti eða verk í kjálkaliðum [5]
  • Mígreni
  • Óhóflegri svitamyndun [5]
  • vöðvakrömpum hjá börnum ef ekki vegna meðfæddrar heilalömunnar
  • vöðvakrömpum ganglima hjá fullorðnum
  • ofvirkri þvagblöðru
  • þvagleka vegna taugaboða
  • hvarmakrampa
  • truflaðri vöðvaspennu í hálsi
  • rangeygðu
  • viðvarandi ofurslefi

Framkvæmd læknisfræðilegra meðferða

[breyta | breyta frumkóða]

Í læknisfræði er mest notuð A-gerð eitursins. Af  þeirri gerð eru til 3 undirgerðir [6]:

  • onabotulinumtoxinA
  • abobotulinumtoxinA
  • incobotulinumtoxinA

Vegna mismunandi klínískra þátta (m.a. lengd verkunar, skammta og virkni) eru ólíkar undirgerðir typu A ekki innbyrðis skiptanlegar [7]. Þetta er tilkomið vegna mismunandi samsetninga, framleiðsluferla og virknimælinga sem leiða til  mismunandi styrkleika eininga og skammtaviðbragðsferla [7].

Virkni í læknisfræðilegum tilgangi

[breyta | breyta frumkóða]

Algeng virkni af onabotulinumtoxinA í fegrunarskyni er 3-4 mánuðir [5] á meðan vænta má 6-7 mánaða virkni við óhóflegri svitamyndun [8].

Vísindavefurinn - Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?

  1. 1,0 1,1 Nigam, P. K.; Nigam, Anjana (1. janúar 2010). „Botulinum toxin“. Indian Journal of Dermatology (enska). 55 (1): 8. doi:10.4103/0019-5154.60343. ISSN 0019-5154. PMID 20418969.
  2. 2,0 2,1 Nigam, PK; Nigam, Anjana (2010). „Botulinum toxin“. Indian Journal of Dermatology (enska). 55 (1): 8. doi:10.4103/0019-5154.60343. ISSN 0019-5154.
  3. „Botulinum Toxin (Botulism)“. Johns Hopkins Center for Health Security (enska). Sótt 2. nóvember 2022.
  4. „Botulism“. www.who.int (enska). Sótt 2. nóvember 2022.
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 „Hrukkubani“. Útlitslækning. Sótt 2. nóvember 2022.
  6. Gart, Michael S.; Gutowski, Karol A. (2016-07). „Overview of Botulinum Toxins for Aesthetic Uses“. Clinics in Plastic Surgery. 43 (3): 459–471. doi:10.1016/j.cps.2016.03.003. ISSN 1558-0504. PMID 27363760.
  7. 7,0 7,1 Brin, Mitchell; Maltman, John; James, Charmaine (2014-10). „Botulinum toxin type A products are not interchangeable: a review of the evidence“. Biologics: Targets and Therapy (enska). 8: 227. doi:10.2147/BTT.S65603. ISSN 1177-5491.
  8. „Botox injection for hyperhidrosis“. Brighton and Sussex University Hospitals NHS Trust (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2022. Sótt 2. nóvember 2022.