Fara í innihald

Beinbrot

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndir af handarbrotum.

Beinbrot[1] er þegar brot eða sprunga myndast í beini við áverka. Við hnjöskunina verður bólga og minnkuð hreyfigeta í mislangan tíma eftir alvarleika brotsins. Í alvarlegri tilfellum getur brein brotnað í marga hluta eða orðið opið brot þar sem bein rýfur húðina. Röngtenmynd er tekin til að staðfesta brot. Við brot getur fólk þurft að vera í gifsi í nokkrar vikur. Í ákveðnum tilvikum þarf að setja skrúfur og málmplötur til að styðja við byggingu beins.

Þegar bein gróa myndast bólga umhverfis brotið vegna blæðingar frá beininu og sködduðum vef. Beinátfrumur (e. osteoclasts) eyða dauðu beini kringum brotið. Beinbris (e. callus) úr brjósk- og beinvef umvefja brotið. Svo fjölga sér beinmyndunarfrumur (e. osteoblasts) um beinbrotið og tengja beinhlutana saman á ný. [2]

Reykingar, áfengisneysla, lélegt mataræði og hreyfingarleysi auka hættu á beinbrotum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. BeinbrotDoktor.is, skoðað 21. apríl 2020
  2. Er eðlilegt að finna til þegar bein grær saman eftir beinbrot? Eru það vaxtarverkir? Vísindavefur, skoðað 21. apríl 2020