Aurkeila
Útlit
Aurkeila (skriðuvængur) er þykkur, uppmjór setbunki fyrir framan gil eða gljúfur í fjallshlíðum. Þar fellur jarðefnaset út þegar straumhraði vatns minnkar. Í aurkeilum finnast allir kornastærðaflokkar, allt frá sandi upp í stóra hnullunga og björg. Efnið er lagskipt. Aurkeilur eru algengar í öllum dölum Íslands, fallegar aurkeilur eru til dæmis í undirhlíðum Esju. Á aurkeilum er oft skriðuhætta.