Atka makríll
Pleurogrammus monopterygius | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
|
Atka makríll (fræðiheiti: Pleurogrammus monopterygius) er í raun ekki makríll þrátt fyrir nafnið. Atka makríllin er af ættbálki brynvanga (scorpaeniformes) á meðan venjulegir makrílar eru borrar (ættbálkur parciformes). Atka makríll er algengur í norður-Kyrrahafi en er mest veiddur í Bandaríkjunum.
Flokkunarfræði
[breyta | breyta frumkóða]Atka makríll tilheyrir ættinni hexafammidae og ættkvíslinni Pleurogammus, en í þeirri ættkvísl eru aðeins tvær tegundir, hin tegundin er Okhotsk atka makríll. Í upphafi var talið að þetta væri ein og sama tegundin og voru þær báðar kallaðar Okhotsk atka makríll, áður en að Atka makrílinn fékk sitt eigið nafn. [1]
Útlit og vöxtur
[breyta | breyta frumkóða]Atka makrílinn er með röndóttan búk , svartan og yfirleitt gulan eða gulleitan. Atka makrílinn getur lifað í 14 ár, og flestir fiskar verða kynþroska þegar þeir verða 32,5 cm langir. Helmingur kvenkyns makrílsins er orðinn kynþroska 3,6 ára eða þegar hann er 31cm langur. Stærsti Atka makríll sem hefur verið mældur var 56,5 cm og mesta þyngd sem hefur verið mæld er 2 kg. Makrílinn étur krabbaflær og ljósátu en er bráð annara sjávardýra eins og sjófugla, sæljóna svo eitthvað sé nefnt. [2]
Hrygning
[breyta | breyta frumkóða]Atka makrílinn hrygnir frá júlí til september. Hann hrygnir á grunnu strandsvæði (5-30m) í bergsprungur. Það tekur um 40-45 daga fyrir frjóvguð egg að klekjast út en það er hlutverk karlanna að vernda hreiðrin þangað til að eggin klekjast út. [3]
Nýting og veiðar
[breyta | breyta frumkóða]Atka makrílinn er ekki með sundmaga og lifir vi botninn.Hann kýs að vera í steinóttum og grófum botni sem getur gert veiðarnar á honum erfiðar.
Frá árinu 1988 hefur Atka makrílinn einungist verið veiddur í Bandaríkjunum
Á þessari mynd má sjá afla sem að veiddur var í Bandaríkjunum frá 2007- 2017.
Atka makrílinn var fyrst veiddur í sóvétríkjunum árið 1960 og voru þá veidd um 100 tonn. Hann var einungis veiddur í Sovétríkjunum þangað til ársins 1971 en þá fór Japan að veiða makrílinn líka. Á næstu árum bættust Kórea, Þýskaland, Pólland og Bandaríkin að í hópinn.
References[edit]
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Atka mackerel“, Wikipedia (enska), 3. nóvember 2019, sótt 16. febrúar 2020
- ↑ Center, Alaska Fisheries Science. „Atka Mackerel research“. archive.fisheries.noaa.gov (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2020. Sótt 16. febrúar 2020.
- ↑ Center, Alaska Fisheries Science. „Atka Mackerel research“. archive.fisheries.noaa.gov (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 16. febrúar 2020. Sótt 16. febrúar 2020.