Fara í innihald

Atferlisfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Atferlisfræði er undirgrein dýrafræði sem rannsakar atferli dýra, annarra en manna. Hún á sér rætur í rannsóknum Charles Darwin og bandarískra og þýskra fuglafræðinga á 19. og 20. öld. Nútímaatferlisfræði er yfirleitt rakin til rannsókna líffræðinganna Nikolaas Tinbergen, Konrad Lorenz og Karl von Frisch á 4. áratug 20. aldar. Rannsóknir í atferlisfræði notast bæði við athuganir á vettvangi og í rannsóknarstofu.

  • Atferlisvísindi fást við rannsóknir á atferli manna innan sálfræði, hagfræði o.s.frv.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.