Fara í innihald

Apollóníos frá Aþenu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Apollóníus frá Aþenu)

Apollóníos frá Aþenu var forngrískur myndhöggvari sem var uppi 1. öld f.Kr. Þekktustu verk Apollóníosar eru Belvederebolurinn, marmarastytta í Páfagarði sem fannst í byrjun 16. aldar og hafði mikil áhrif á listamenn þeirra tíma og Hnefaleikarinn, bronsstytta, varðveitt í Museo delle Terme í Róm. Í fyrstu héldu menn að verk þessi væru frumverk, en nú er talið að þau séu frá fyrsta og öðru árhundraði okkar tímatals.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.