Apollóníos frá Aþenu
Útlit
(Endurbeint frá Apollóníus frá Aþenu)
Apollóníos frá Aþenu var forngrískur myndhöggvari sem var uppi 1. öld f.Kr. Þekktustu verk Apollóníosar eru Belvederebolurinn, marmarastytta í Páfagarði sem fannst í byrjun 16. aldar og hafði mikil áhrif á listamenn þeirra tíma og Hnefaleikarinn, bronsstytta, varðveitt í Museo delle Terme í Róm. Í fyrstu héldu menn að verk þessi væru frumverk, en nú er talið að þau séu frá fyrsta og öðru árhundraði okkar tímatals.