Fara í innihald

Annögl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Annögl á litla fingri

Annögl er orð sem haft er um tvennt á íslensku. Í fyrsta lagi um lausa húðflipann ofan við nöglina, sem einnig gengur undir nafninu fénögl. Í öðru lagi er annögl haft um sárt hold framan undir nögl. Í riti þess íslenska lærdómslistafelags, sem kom út á árunum 1781-1798, stendur: Anneglur eru hið hvíta hvel, sem er ofantil við neglurnar, og af líkíng sinni vid hálft túngl, kallast anatomicis lunula. Þar segir líka: Íslenskir kalla einnig hálfhríng þann af holdrosunni, er liggur fram á neglurnar að ofanverðu, anneglur.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.