Klifun (stílbragð)
Útlit
(Endurbeint frá Anafóra)
Klifun, runklifun eða anafóra er stílbragð sem felst í endurtekningu orða, oft til að leggja áherslu á eitthvað. Helstu gerðir klifunar eru síklifun (epizeuxis), forklifun (anafóra), bakklifun (epifóra) og rammaklifun (symploke). Klifun á ekkert skylt við stagl eða nástöðu, en skammt getur samt verið frá henni að ambögulegasta staglstíl. [1]
Forklifun, sem einnig er einnig nefnd listræn klifun, er þegar menn endurtaka eitthvað til áhrifaauka, eins og í dæminu: Sjálfur leið þú sjálfan þig. [2] En listræna klifun má einnig sjá í vísunni:
- Missti bátinn maður sá
- mjög í stóru veðri.
- Það gekk svo mikil gola á
- hann gekk sundur af veðri. [3]