Fara í innihald

Alzheimer-sjúkdómur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alzheimer's Sjúkdómur)
Samanburður á heilum aldraðra einstaklinga án (til vinstri) og með Alzheimer-sjúkdóm (til hægri).

Alzheimer-sjúkdómur er þrálátur hrörnunarsjúkdómur sem lýsir sér meðal annars í minnisleysi, skapsveiflum, missi á orðaforða og ruglingi[1] og hrjáir um 25 milljón manns í heiminum[2]. Meðallífslíkur fólks eftir greiningu eru þrjú til tíu ár[3] Ekki er til nein lækning við Alzheimer og allar fáanlegar meðferðir, sem telja aðeins fjögur samþykkt lyf[4] og óífarandi meðferðir sem og líkamlegar æfingar, minnisæfingar, draga aðeins tímabundið úr einkennum Alzheimer og geta jafnframt skapað óæskilegar aukaverkanir[5].

Stig Alzheimer

[breyta | breyta frumkóða]
Áhrif öldrunar á minni, en er ekki Alzheimer
  • Gleymir hlutum stundum
  • Týnir stundum hlutum
  • Minniháttar skammtímaminnisleysi
  • Muna ekki öll smáatriði
  • Gleyma stundum nöfnum, en muna seinna


Fyrsta stig Alzheimer
  • Upplifa tímabil gleymsku og minnisleysi
  • Gleyma nöfnum fjölskyldumeðlima
  • Aðeins nánustu aðilar taka eftir breytingum
  • Ruglingur í aðstæðum sem ekki eru vanalegar


Annað stig Alzheimer
  • Miklir erfiðleikar við að muna atriði
  • Mikill ruglingur í mörgum aðstæðum
  • Erfiðleikar við svefn
  • Villast oft


Þriðja stig Alzheimer
  • Erfiðleikar við að hugsa
  • Erfiðleikar við að tjá sig
  • Endurtekur samræður
  • Kvíði, árásargirni og ofsóknaræði

Framgangi sjúkdómsins er skipt í fjóra hluta, þar sem tekið er tillit til mynsturs í hegðun, hugsun og líðan.

Kenningar um orsakir

[breyta | breyta frumkóða]

Kenning Amyloid Beta

[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt kenningu um Amyloid útfellingar orsakast Alzheimer af útfellingum og uppsöfnun af amyloid beta (Aβ) skellum utan um taugafrumur og veldur eitrunaráhrifum[6]. Önnur meinafræðileg einkenni Alzheimer sem og taugaþráðaflækjur (e. neurofibrillary tangles) innan í taugafrumum, minnkuð virkni átfrumna, frumudauði, æðskemmdir og vitglöp orsakist af uppsöfnun Aβ skellna. Krufningar á heila Alzheimer-sjúklinga hafa sýnt fram á óeðlilegrar uppsöfnunar af Aβ skellum og taugaþráðaflækjum [7] og að magn og dreifð skellnanna og taugaþráðaflækjanna hefur háa fylgni við framrás sjúkdómsins[8]. Þessi kenning er þó ekki staðfest en fræðimenn deila um hvort Aβ skellur sé í raun orsök Alzheimer[9], en lyfjameðferðir sem minnka Aβ skellur í heila virðast ekki minnka einkenni Alzheimer[10].

Kenning Tau próteina

[breyta | breyta frumkóða]

Kenningin um hlutverk Tau próteina leggur til að umbreyting á tau próteinum innan í taugafrumum valdi taugaþráðaflækjum sem þaðan af veldur eitrun og taugafrumudauða[11].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]