Alzheimer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alsheimer)
Jump to navigation Jump to search
Samanburður á heilum aldraðra einstaklinga án (til vinstri) og með Alsheimer(til hægri) sjúkdóm.

Alzheimer er sjúkdómur sem orsakast af hrörnunarbreytingum í miðtaugakerfinu og lýsir sér meðal annars í minnisleysi, skapsveiflum, missi á orðaforða og ruglingi. Alsheimer er hvorttveggja erfiður fyrir aðstandendur jafnt sem sjúklingana sjálfa. Talið er að 25 milljónir manna í heiminum þjáist af Alzheimer.

Nýtt lyf Rember eða Metýlenblátt (methylthioninium chloride) það gæti komið á markað kringum 2012. Það hefur áhrif á próteinið Tau í taugafrumum Alzheimer sjúklinga. Methylthioninium chloride er algengt í notkun sem blátt litunarefni á tilraunastofum en áhrif þess á Tau uppgötvuðust fyrir tilviljun.[1]

Rannsóknir benda til að hátt magn Leptín minnki líkur á Alzheimer.[2]

Rannsóknir fara nú fram á hvort Alzheimer geti stafað af viðbrögðum líkamans gegn sýkingu þ.e. hvort próteinið beta amyloid eða A-beta drepi örverur eins og bakteríur en einnig heilafrumur. Próteinið safnast af ókunnum ástæðum fyrir í heilanum (bæði manna og dýra) og veldur eituráhrifum sem skemmir heilafrumur sem deyja í kjölfarið. [3]

Í heila fólks með Downs heilkenni safnast nánast undantekningalaust upp amyloid flekkir sem valda Alzheimer hjá miðaldra fólki með það heilkenni. Uppsöfnun á beta amyloid getur einnig eyðlagt frumur í auga og er talin meginorsök blindu og sjúkdóma eins og gláku.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.