Þróunarbanki Afríku
Útlit
(Endurbeint frá AfDB)
Þróunarbanki Afríku (enska: African Developement Bank, skammstafað AfDB, franska: Banque Africaine de Développement, skammstafað BAD) er afrískur þróunarbanki. Höfuðstöðvar bankans eru í Abidjan á Fílabeinsströndinni. Megin markmið bankans er að örva sjálfbæra efnahagsþróun og félagslegar framfarir aðildarríkja og drag með þeim hætti úr fátækt.[1] Þessum markmiðum er náð með því að: virkja bjargir og úthluta fjármagni til aðildarríkja og veita ráðgjöf og aðstoð til að styðja þróunarviðleitni.[1] Árið 2015 var gert samkomulag um sjálfbær þróunarmarkmið. Þau eru:
- Útrýma allri fátækt alstaðar
- Útrýma hungri, ná fæðuöryggi, bæta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði
- Tryggja heilbrigði og stuðla að vellíðan fyrir alla á öllum aldri
- Tryggja réttláta gæðamenntun fyrir alla og stuðla að ævimenntunartækifærum fyrir alla
- Ná kynjajafnrétti og valdefla allar konur og stúlkur
- Tryggja aðgang og sjálfbæra nýtingu á vatni og hreinlætisaðstöðu fyrir alla
- Tryggja aðgengilega, örugga og sjálfbæra orku fyrir alla
- Stuðla að algildum sjálfbærum efnahagsvexti og sómasamlega fulla vinnu fyrir alla
- Byggja upp samfélagslega seiglu, innsamaða (e.: inclusive) og sjálfbæra iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun
- Draga úr misrétti innan og á milli ríkja
- Gera borgir og aðrar byggðir öruggar, þrautseigar, sjálfbærar og innsamaðar
- Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu
- Gríp til brýnna aðgerða gegn hlýnun jarðar og afleiðinga hennar
- Vernda og nýta á sjálfbæran hátt hafið og sjávarauðlindir og stuðla þannig að sjálfbærri þróun
- Vernda, endurheimta og stuðla að sjálfbærri nýtingu vistkerfa á landi, stjórna skógum á sjálfbæran hátt, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva og snúa við hnignun lands og stöðva hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika
- Stuðla að friðsamlegum, sjálfbærum innsömuðum samfélögum, veita öllum aðgang að réttlæti og byggja upp skilvirkar, áreiðanlegar og innsamaðar stofnanir
- Styrkja leiðir til að innleiða og endurvekja alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun[1]
- ↑ 1,0 1,1 1,2 „African Development Bank Group“. Sótt nóvember 2023.