Abies flinckii
Abies flinckii | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Abies flinckii Rushforth |
Abies flinckii, einnig þekktur sem Jalisco þinur, er sígrænt barrtré ættað frá Suður Mexíkó og Guatemala.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Abies flinckii er sígrænt tré, að 20 til 35 metra hátt, með að mestu keilulaga krónu. Ársvöxtur er yfirleitt 30 sm. Börkur er fyrst grár og sléttur, síðar hreistraður. Sprotar eru mjóir, upphaflega grænn, síðar ólífubrúnir. Nálar eru 3.5 til 7 sm langar og 2 mm á breidd, að ofan grænar, neðan með tvær hvítar loftaugnarendur. Könglar eru ílangt-keilulaga, 12 til 16 sm langir, 4 til 4,5 sm á breidd, á 1 sm löngum stilk. Fræ eru ljós brún, 9 mm löng og 4 mm á breidd, með 25 mm löngum og 15 mm breiðum væng. Fræin þroskast í nóvember.[1]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þessi tegund af þini er vex í Mexíkó (Jalisco og nærliggjandi Michoacán[2], einnig Sinaloa[1] og Nayarit). [3] Það þekktist aðeins á 11 eða 12 stöðum með samtals svæði á 48 km2.[2] Á hluta svæðisins skarast útbreiðslan við hina náskyldu Abies guatemalensis. [3][3]
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Tréð vex í rökum jarðvegi í svölu og röku úthafsloftslagi í 1900-4100 metra hæð yfir sjávarmáli. Það þolir niður að að -6°C. Oftast er það í blönduðum skógum ásamt nokkrum öðrum barrtrjám fjalla, sérstaklega með Abies religiosa, Cupressus lusitanica, Pinus ayacahuite, P. montezumae, P. pseudostrobus og fleiri furutegundum ( Pinus hartwegii, P. devonian). Neðar í hlíðum, samanstendur skógurinn (ásamt Abies flinckii) aðallega af ýmsum tegundum af eik (Quercus), Arbutus og Eini (Juniperus).[2]
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Þessari tegund var fyrst lýst af Martinez árið 1948 sem undirtegund af Abies guatemalensis; Abies guatemalensis Rehder var. jaliscana Martínez. Upprunalega lýsing var byggð á lélegum eintökum úr plöntusöfnunum sem voru geymd í safni trjágarðsins í Kew, Surrey, Bretlandi. Með síðari rannsóknum á lifandi eintökum var staða hans endurskoðuð og árið 1989 var viðurkenndur sem sérstök tegund sem heitir Abies flinckii Rushforth.[1][4]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Viðurinn er tiltölulega mjúkur og almennt beinn og er ákjósanlegur sérstaklega í byggingu, hann er einnig notaður til framleiðslu á þakskífum, verkfæri, hefðbundið handverk og kol. Á síðari tímum er hann einnig að verða vinnsæll sem jólatré og í jólagreinar.[2]
Ógnir
[breyta | breyta frumkóða]Tréð er oft ólöglega fellt fyrir timbur, auk þess að það er að komast í tísku sem jólatré. Tréð er af þessum ástæðum talið í hættu.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- http://www.biolib.cz/cz/taxon/id655894/
- http://www.theplantlist.org/tpl/record/kew-2609856 Geymt 14 maí 2020 í Wayback Machine
- http://www.iucnredlist.org/details/34121/0
- http://conifersociety.org/conifers/conifer/abies/flinkii/