Þjóðhagsvarúð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfuðstöðvar Alþjóðagreiðslubankans (BIS) í Basel í Sviss. Bankinn hefur ásamt seðlabönkum heims horft í auknum mæli til fjármálastöðugleika eftir alþjóðlega lausafjárkreppu 1997.

Þjóðhagsvarúð (e. macroprudential) er fjármála- og hagfræðihugtak sem segir að áhætta í hagkerfinu kunni að vera meiri en einföld summa einstakra áhættuþátta fjármálafyrirtækja og markaða. Því þurfi að huga að stöðugleika fjármálakerfisins í heild sinni fremur en einstökum hlutum þess, svo takmarka megi kerfisáhættu og mögulegt framleiðslutap vegna fjármálaáfalls.

Huga ber að heildaráhættu[breyta | breyta frumkóða]

Með „Þjóðhagsvarúð“ er litið til stöðugleika fjármálakerfisins í heild fremur en einstökum hlutum þess, með það að markmiði að takmarka kerfisáhættu og mögulegt framleiðslutap vegna fjármálaáfalls. Slík kerfisáhætta hagkerfisins tekur á sig tvö meginform: Annars vegar kerfisáhættu hvers tíma vegna kerfislegs mikilvægis einstakra fjármálastofnana, og smitleiða og tenginga á milli fjármálastofnana. Hins vegar er kerfisáhætta sem fylgir útlána- og eignaverðssveiflum. Fjármálafyrirtæki eiga möguleika á að hafa áhrif á eignaverð og hegðun einstakra fjármálafyrirtækja sem kann að vera óhagkvæm fyrir heildina (e. endogenous risk). Þannig er í hugtakinu tekið tillit til þess að áhætta í kerfinu er meiri en einföld summa einstakra áhættuþátta fjármálafyrirtækja og markaða.

Hugtakið Þjóðhagsvarúð var sett fram í lok áttunda áratugarins af Alþjóðagreiðslubankanum (BIS). Hugtakið kom meir í umræðu eftir alþjóðalega fjármálakreppu 1997. Alþjóðastofnanir og seðlabankar hafa litið til þjóðhagsvarúðar í auknum mæli undanfarin ár.

Fyrir alþjóðakreppuna 1997 miðaðist starf eftirlitsstofnana að mestu við svokallaða eindarvarúð (e. microprudential) þar sem fylgst var með stöðu einstakra fjármálafyrirtækja. Fjármálakerfið í heild var álitið stöðugt ef hvert fjármálafyrirtæki um sig var talið standa traustum fótum. Allmennt var litið svo á að áhætta væri utanaðkomandi í fjármálakerfinu og þar með óháð aðgerðum einstakra fjármálafyrirtækja. Líklegt verður að telja að kastljósið muni beinast í æ ríkari mæli að heildinni, þe. til þjóðarhags í stað einstakra þátta hagkerfisins. Þar sem hugtakið þjóðhagsvarúð er svo nýtt af nálinni verður að telja að það eigi eftir að þróast talsvert á komandi árum með hagrannsóknum og bættri hugtakasmíð.

Þróun hugtaksins[breyta | breyta frumkóða]

Líklegt verður að telja að kastljósið muni beinast í æ ríkari mæli að heildinni, þe. til þjóðarhags í stað einstakra þátta hagkerfisins. Þar sem hugtakið þjóðhagsvarúð er svo nýtt af nálinni verður að telja að það eigi eftir að þróast talsvert á komandi árum með hagrannsóknum og bættri hugtakasmíð. Slík greining, „þjóðhagsvarúðargreining“ mun ekki síst þróast hjá seðlabönkum sem fylgjast með fjármálastöðugleika ríkja ásamt verðstöðugleika.

Þjóðhagsvarúðareftirlit[breyta | breyta frumkóða]

Þjóðhagsvarúðareftirlit gengur út á vöktun þátta sem ógna stöðugleika fjármálakerfisins í heild sinni og notkun varúðartækja til að fyrirbyggja og bregðast við kerfisáhættu. Hagspekingar leitast við að þróa sérstök varúðartæki fyrir hagkerfið til að beita svo draga megi úr áhættu í fjármálakerfinu í heild fremur en einstökum hlutum þess.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]