Þóleiít
Útlit
(Endurbeint frá Þóleiítbasalt)
Þóleiít er blágrýti sem er tegund basalts.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Það er dulkornótt og dökkt, oft gráleitt þegar það er ferskt. Vanalega straumflögótt, aðallega miðhlauti hraunlagana. Flögunin kemur fram sem móleitar, flatar rákir í þverkubbuðu hraunstáli. Rákirnar eru blöðróttar og kristallarnir eru stórir en í grunnmassanum.
Uppruni og útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Myndar um 50% af hraunlagastaflanum hér á landi. Myndar syrpur af þunnum hraunlögum kringum megineldstöðvarnar, upprunnum í tíðum eldgosum þeirra, eða sem þykk, stök hraunlög, upprunnin í sprungusveimum eldstöðvakerfanna.
Þóleitít er talið myndast við hlutkristöllun ólivínbasalt, þ.e. útfellingar krómíts og ólivíns í kvikuþróm innan jarðskorpunnar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2