William Ian Miller

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

William Ian Miller (f. 1946) er prófessor í lögfræði við Michigan-háskóla, Bandaríkjunum. Hann hefur ritað mikið um íslenskar fornbókmenntir frá lögfræðilegu sjónarhorni, með hliðsjón af mannfræði og félagsfræði.

Miller hefur starfað við lagadeild Michigan háskóla frá 1984, og gegnir þar stöðu sem kennd er við Thomas G. Long. Rannsóknir hans hafa einkum snúist um túlkun Íslendingasagna, og þangað sækir hann efni í bækur sínar Bloodtaking and Peacemaking (1990), Audun and the Polar Bear (2008), "Why is your axe bloody:" A Reading of Njáls Saga (2014) og fleiri.

Hann hefur einnig fjallað um tilfinningar, einkum óþægilegar, sbr. bækurnar: Humiliation (1993), The Anatomy of Disgust (1997) — tilnefnd besta bók ársins 1997 í mannfræði og félagsfræði af Félagi bandarískra bókaútgefenda; The Mystery of Courage (2000), Faking It (2003), og Losing It (2011), þar sem hann beinir sjónum að fordómum gagnvart öldrun og hrörnun. The Chicago Tribune og Macleans Magazine of Canada töldu Losing It meðal bestu fræðibóka ársins 2011.

Eye for an Eye (2006) er ítarleg umfjöllun um hefndarlögmálið.

Miller tók BA próf í Wisconsin-háskóla og doktorspróf í ensku (PhD) og lögfræði (Juris Doctor, JD) frá Yale-háskóla. Hann hefur einnig verið gestaprófessor í Háskólunum í Yale, Chicago, Björgvin, Tel Aviv og Harvard. Árið 2008 varð hann Carnegie Centenary Trust prófessor við St. Andrews-háskóla á Skotlandi, þar sem hann er nú heiðursprófessor í sagnfræði.

Helstu rit tengd íslenskum fornbókmenntum[breyta | breyta frumkóða]

  • Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and Society in Saga Iceland. University of Chicago Press, Chicago 1990. —
  • The Mystery of Courage. Harvard University Press, Cambridge MA 2000. —
  • Eye for an Eye. Cambridge University Press, Cambridge MA 2006. —
  • Audun and the Polar Bear: Luck, Law, and Largesse in a Medieval Tale of Risky Business. Brill, Leiden 2008. — Um Auðunar þátt vestfirska.
  • "Why is your axe bloody:" A Reading of Njáls Saga. Oxford University Press, Oxford 2014. —
  • Hrafnkel or the Ambiguities: Hard Cases, Hard Choices. Oxford University Press, Oxford 2017. — Um Hrafnkels sögu Freysgoða, í viðauka er ensk þýðing sögunnar.
Þýðingar
  • (Með Theodore M. Andersson): Law and literature in medieval Iceland: Ljósvetninga saga and Valla-Ljóts saga. Stanford University Press, Stanford CA 1989.
Greinar

William Ian Miller hefur ritað greinar og bókakafla um íslenskar miðaldabókmenntir, sjá skrár Landsbókasafns.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.