Wikipedia:Grein mánaðarins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wikipedia:GM)
Greinar mánaðarins:

2005 · 2006 · 2007 · 2008 · 2009 · 2010 · 2011 · 2012 · 2013 · 2014 · 2015 · 2016 · 2017 · 2018 · 2019 · 2020 · 2021 · 2022 · 2023 · 2024


Flýtileið:
WP:GM

Grein mánaðarins er stutt textabrot á forsíðunni sem er uppfærður í upphafi hvers mánaðar með útdrætti úr valdri grein, gjarnan með mynd.

Núverandi grein mánaðarins á forsíðunni er:

Stúdentauppreisnin er heiti á hrinu mótmæla og óeirða sem hófust í París í maí árið 1968 og breiddust út til annarra hluta Frakklands. Í daglegu tali eru óeirðirnar gjarnan kenndar við maímánuð 1968 og einfaldlega vísað til þeirra sem „maí '68“ (franska: Mai 68). Óeirðirnar entust í um sjö vikur og einkenndust á þeim tíma af allsherjarverkföllum og yfirtökum stúdenta og verkamanna í háskólum og verksmiðjum. Þegar mótmælin stóðu sem hæst óttuðust ráðamenn í Frakklandi að þau væru byrjun á borgarastyrjöld eða byltingu.

Mótmælin í Frakklandi voru tengd mótmælahreyfingu í fleiri löndum sem var áberandi á árinu 1968. Atburðirnir þetta ár skildu eftir sig djúp spor í franskri menningu og þátttakendur í óeirðunum eru gjarnan kenndir við „68-kynslóðina“.

Tilnefningar fyrir greinar mánaðarins[breyta frumkóða]

Formleg tilnefning greina til að birta úr á forsíðu Wikipediu fer fram á spjalli viðkomandi mánaðar; Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/MM, ÁÁÁÁ (þar sem MM er mánaðarnúmer og ÁÁÁÁ er árið). Þannig eru tilnefningar fyrir næsta mánuð á Wikipediaspjall:Grein mánaðarins/06, 2024. Engin mörk hafa verið sett á hversu langt fram í tímann hægt er að tilnefna greinar. Eina sem þarf að gera er að hefja viðkomandi spjallsíðu.