Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 2024 eða 2024 Copa América verður 48. Copa América-keppnin og fer fram í Bandaríkjunum dagana 20. júní til 14. júlí 2024. Hún mun innihalda öll tíu aðildarlönd COMNEBOL, Knattspyrnusambands Suður-Ameríku en einnig sex sterkustu knattspyrnuþjóðir CONCACAF, Knattspyrnusambands Norður- og Miðameríku í samræmi við samstarfssamning þeirra frá 2023. Ríkjandi Copa América-meistarar eru Argentínumenn

Val á gestgjöfum[breyta | breyta frumkóða]

Þrátt fyrir að Copa América hafi til 2023 einungis talsið Suður-Ameríkukeppni er löng hefð fyrir gestaþjóðum til að halda uppi fjölda keppnisliða. Árið 2016 var ákveðið að halda sérstakt 100 ára afmælismót í keppninnar í Bandaríkjunum, þótt reglubundin keppni hefði farið fram einungis einu ári fyrr, í Síle. Vinsældir þeirrar keppni og öflugir innviðir Bandaríkjanna kveikti áhugann á að koma samstarfinu á fastara form.

Samkvæmt viðmiðunarreglum COMNEBOL var komið að Ekvador að halda mótið að þessu sinni, en eftir að endanlega varð ljóst í árslok 2022 að landið myndi ekki treysta sér í það hlutverk var í skyndi leitað annarra leiða. Perú og Bandaríkin lýstu áhuga og varð síðarnefnda landið fyrir valinu.

Frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar hefur Copa América ætíð farið fram á oddatöluárum og því hvorki rekist á við heimsmeistaramót eða Evrópukeppnir í knattspyrnu. Tregða evrópskra félagsliða til að hleypa leikmönnum sínum á mótið varð til þess að ákveðið var að færa það til og halda á sama tíma og Evrópumótið. Því stóð til að halda Copa América árið 2020 en hnika þurfti því til um eitt ár vegna COVID-faraldursins líkt og EM 2020.

Þátttökulið[breyta | breyta frumkóða]

Suður-Ameríka (10):

Norður-og Miðameríka (6):

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

A-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Argentína 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Perú 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Síle 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Kanada 0 0 0 0 0 0 0 0

B-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Mexíkó 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Ekvador 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Venesúela 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Jamaíka 0 0 0 0 0 0 0 0

C-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Bandaríkin 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Úrúgvæ 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Panama 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Bólivía 0 0 0 0 0 0 0 0

D-riðill[breyta | breyta frumkóða]

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Brasilía 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Kólumbía 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Paragvæ 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Kosta Ríka 0 0 0 0 0 0 0 0