Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919
Auglýsingaspjald keppninnar.
Upplýsingar móts
MótshaldariBrazil
Dagsetningar11. til 29. maí
Lið4
Leikvangar1
Sætaröðun
Meistarar Brasilía (1. titill)
Í öðru sæti Úrúgvæ
Í þriðja sæti Argentína
Í fjórða sæti Síle
Tournament statistics
Leikir spilaðir7
Mörk skoruð27 (3,86 á leik)
Markahæsti maður Arthur Friedenreich
Neco
(4 mörk hvor)
1917
1920

Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1919 var þriðja Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu. Hún var haldin í Rio de Janeiro í Brasilíu daga 11. til 29. maí. Fjórar þjóðir sendu landslið til keppni sem léku öll hvert við annað. Brasilía varð meistari eftir sigur á Úrúgvæ í oddaleik.

Leikvangurinn[breyta | breyta frumkóða]

Rio de Janeiro
Estádio das Laranjeiras
Áhorfendur: 20.000

Keppnin[breyta | breyta frumkóða]

Suður-Ameríkumeistarar Brasilíu.

Allt virtist stefna í að Úrúgvæ yrði Suður-Ameríkumeistari þriðja skiptið í röð þegar liðið náði 2:0 forystu gegn heimamönnum í lokaumferð riðilsins. Brasilíumenn náðu að jafna metin og kmnúðu fram oddaleik. Þar hafði brasilíska liðið betur með marki Arthur Friedenreich í framlengingu.

Daginn eftir úrslitaleikinn fengu leikmenn Úrúgvæ skelfilegar fregnir þegar markvörðurinn Roberto Chery lést á spítala. Hann hafði slasast í viðureign liðsins gegn Síle fyrr í keppninni en neyðst til að klára leikinn þar sem skiptingar voru ekki heimilar.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Brasilía 3 2 1 0 11 3 +8 5
2 Úrúgvæ 3 1 2 0 7 4 +3 5
3 Argentína 3 1 0 2 7 7 0 0
4 Síle 3 0 0 3 1 12 -11 0
11. maí
Brasilía 6-0 Síle
Dómari: Juan Pedro Barbera, Argentínu
Friedenreich 19, 38, 76, Neco 21, 83, Haroldo 79
13. maí
Argentína 2-3 Úrúgvæ
Dómari: Robert Todd, Englandi
Izaguirre 34, Varela 79 (sjálfsm.) C. Scarone 19, H. Scarone 23, Gradín 85
17. maí
Úrúgvæ 2-0 Síle
Dómari: Adilton Ponteado, Brasilíu
C. Scarone 31, J. Pérez 43
18. maí
Brasilía 3-1 Argentína
Dómari: Robert Todd, Englandi
Héitor 22, Amílcar 57, Millón 77 Izaguirre 65
22. maí
Argentína 4-1 Síle
Dómari: Joaquim de Castro, Brasilíu
Clarcke 10, 23, 62, Izaguirre 13 France 33
26. maí
Úrúgvæ 2-2 Brasilía
Dómari: Robert Todd, Englandi
Gradín 13, C. Scarone 13 Neco 29, 63

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

Úrslitaviðureing Brasilíu og Úrúgvæ lauk með markalausu jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Þá var griðið til annarrar tvisvar sinnum fimmtán mínútna framlengingar og kom eina mark leiksins snemma í henni. Þegar yfir lauk hafði viðureignin því tekið 150 mínútur sem má heita einsdæmi í heimsknattspyrnusögunni.

26. maí
Brasilía 1-0 (e.framl.) Úrúgvæ
Dómari: Juan P. Barbera, Argentínu
Friedenreich 122

Markahæstu leikmenn[breyta | breyta frumkóða]

4 mörk
3 mörk

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]