Fara í innihald

Stríðið gegn eiturlyfjum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stríð gegn eiturlyfjum)

Svokallaða stríðið gegn eiturlyfjum hófst árið 1971 í Bandaríkjunum. Þegar voru gerðar áætlanir og lög til að minnka flutning og sölu á eiturlyfjum. Fyrrum forseti Bandaríkjanna Richard Nixon sagði: „Fíkniefna misnotkun væri versti óvinur almennings“ og meinti hann með því að sameiginlegur óvinur þjóðarinnar væri eiturlyf. Þó svo að margir halda að Nixon hafi byrjað þetta stríð gegn eiturlyfjum segir Robert DuPont að hann hafi þó frekar endað þetta stríð frekar en að byrja það, með því meinar hann að um leið og harðari refsingar voru settar í gildi varðandi eiturlyfja væri þá erfiðara að leysa úr þessum málum vegna þess hversu mikil leynd það hafði með sér í för. Ef að refsingarnar væru mildari það er að segja fíkillinn fær meðferð og hjálp við fíkninni þá væri auðveldara að bjarga þeim sjúka frekar enn að setja hann í fangelsi. Það var einnig stjórn Nixons sem felldi úr gildi lög um allt að tíu ára í fangelsi gegn vörslu á marijúana.

Þann 20. desember 1989 framfylgdu Bandaríkjamenn enn einni herferð gegn Mið-Ameríku sem hafði það með sér í för að auka fíkniefnaflutning til Bandaríkjanna. Sú herferð kallaðist „Operation Just Cause“. Þá fóru Bandaríkjamenn með 25 þúsund hermenn til Panama. En þá hafði undirhersforingji Manuel Noriega (yfirmaður stjórnvalda í Panama) verið að veita Kontra-skæruliðunum í Níkaragva hernaðaraðstoð að beiðni Bandaríkjanna með því skilyrði að hann fengi enn að flytja inn fíkniefni til Bandaríkjanna sem Bandaríkjamenn vissu af, frá árinu 1960. Með öðrum orðum, flugvélar sem fluttu hergögn til Contra-skæruliðanna flugu aftur til Bandaríkjanna með eiturlyfjum, með fullri vitund bandarískra yfirvalda. Þegar fíkniefnaeftirlit Bandaríkjanna, DEA, ákærði Noriega fyrir smyglið til Bandaríkjanna þá komu CIA í veg fyrir ákæruna og fíkniefnin komust til Bandaríkjanna. En eftir að CIA-flugmaður var skotinn til bana yfir Níkaragva þá komust Bandaríkjamenn af því að Noriega hafði einnig verið að hjálpa vinstrisinnuðum uppreisnarmönnum í Níkaragva, sandinistum. Þá gaf CIA leyfi til að ákæra Noriega fyrir eiturlyfjaflutninginn og hann var síðan dæmdur í 45 ára fangelsi árið 1990 í Miami.[1]

  1. Buckley, Kevin (1991). Panama: The Whole Story. Simon and Schuster.
  Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.