Steven Gerrard

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steven Gerrard
Gerrard, playing for Liverpool
Upplýsingar
Fullt nafn Steven George Gerrard
Fæðingardagur 30. maí 1980 (1980-05-30) (43 ára)
Fæðingarstaður    Whiston, Englandi
Hæð 1,83 m
Leikstaða Miðjumaður
Yngriflokkaferill
1987–1997 Liverpool
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1998–2015 Liverpool 504 (120)
2015-2016 LA Galaxy 34 (5)
Landsliðsferill
1999
2000–2014
England U-21
England
4 (1)
114 (21)[1]
Þjálfaraferill
2017-2018
2018-2021
2021-2022
2023-
Liverpool FC U18
Glasgow Rangers
Aston Villa
Ettifaq FC

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Steven George Gerrard (f. 30. maí 1980 í Whiston, Merseyside, Englandi) er enskur fyrrum knattspyrnumaður og núverandi þjálfari Ettifaq FC í Sádí Arabíu. Með Liverpool FC vann hann einn FA-bikar, 3 deildarbikara, einn UEFA-bikar og einn Meistaradeildarbikar. Hann lék eitt tímabil með LA Galaxy eftir að hann hætti hjá Liverpool árið 2015. Gerrard var þekktur fyrir sterk og hröð hlaup, skotkraft og nákvæmni. Hann var bæði fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins.

Gerrard lagði skóna á hilluna árið 2016. Árið eftir hóf hann að þjálfa ungmennalið Liverpool undir 18 ára. Gerrard var svo skipaður þjálfari Rangers í Skotlandi vorið 2018. Frá 2021-2022 stýrði hann Aston Villa.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Steven Gerrard Profile“. The FA. Sótt 19. desember 2008.