Fara í innihald

Skoskt viskí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skóskt víski má rekja til fimm mismunandi framleiðslusvæða.

Skoskt viskí er maltviskí eða kornviskí sem framleitt er í Skotlandi. Aðferðin til að gera skoskt viskí er skilgreind í lögum. Í upphafi var allt viskí gert úr möltuðu byggi en seint á 18. öld byrjuðu nokkrar viskísmiðjur að nota hveiti og rúg.

Allt skoskt viskí skal þroskast í eikartunnum í að minnsta kosti þrjú ár samkvæmt lögum. Uppgefinn aldur á viskíflösku skal sýna aldur yngsta viskísins sem notað var í þá vöru. Þó enginn aldur sé gefinn upp á flöskunni má gera ráð fyrir að viskíið sé að minnsta kosti þriggja ára gamalt.

  Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.