Rafretta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Rafretta

Rafretta (rafeindasígaretta eða rafmagnssígaretta) er rafhlöðuknúið sígarettulíki sem veitir notanda hennar nikótín í gufukenndri upplausn. Vegna nikótínskammtsins veitir rafrettan líkamleg áhrif sem líkjast áhrifum venjulegra tóbaksreykinga, þó að ekkert tóbak, engin tjara, enginn reykur né glóð komi þar við sögu. Rafrettuna er hægt að hlaða með ýmsum bragðtegundum, en einmitt það hefur vakið áhyggjur manna sem telja að verið sé að reyna koma nýrri kynslóð á bragðið. Miklar deilur hafa staðið um rafrettuna og áhrif hennar á heilsu manna eru ekki fullkönnuð. Raf-rettan fæst einnig án nikótíns og er tilgangurinn að fólk minnki reykingar og losni undan tóbaksfíkninni.

Vökvi er notaður til að búa til gufu í rafrettum. Innihald vökvans er mismunandi eftir gerðum en þau eiga það sameiginlegt að innihalda vatn og bragðefni í própýlen glýkól eða glýseról basa. Hundruðir bragðefna eru til, frá bragðefnum sem líkja eftir ákveðnum sígarettugerðum yfir í matarbragðefni.

Tenglar[breyta]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.